Námsefnisgerð fyrir grunnskóla 24. september 2006 05:00 Viðbrögð við grein Illuga Gunnarssonar Illugi Gunnarsson ritaði grein í Fréttablaðið sunnudaginn 17.9. þar sem hann fjallaði um grunnskólann og hvernig megi gera hann betri. Það er alltaf gleðiefni þegar einhver tekur sig til og skrifar um mikilvægi góðrar menntunar, bæði fyrir börnin og fyrir samfélagið í heild. Það er sérstaklega mikilvægt að einstaka sinnum heyrist raddir annarra en þeirra sem starfa innan skólakerfisins eða í nánum tengslum við það. Illugi fjallar m.a. um mikilvægi góðs námsefnis og það er sá þáttur í grein hans sem mig langar að bregðast við með nokkrum orðum. Hann segir mér til mikillar ánægju „námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs". Um það erum við vissulega sammála og því er að mínu mati afar mikilvægt að vandað sé til námsefnisútgáfu fyrir börn í skyldunámi. Námsefni þarf að gefa út hjá bókaforlagi sem vandar til verka og leggur metnað sinn í að efnið sé í samræmi við námskrár, málfar sé vandað og stafsetning rétt, efnið gefi réttar upplýsingar, sé fordómalaust, fallegt og áhugavekjandi. Það er langt ferli að breyta handriti að kennslubók í útgefið efni. Það þarf styrka ritstjórn þar sem séð er til þess að öll ofangreind atriði séu eins og best verður á kosið. Til þess að tryggja þetta eru fengnir sérfræðingar á viðkomandi sviði til að lesa yfir textann og sannreyna að allt sé þar satt og rétt. Síðan fara sérfræðingar í íslensku yfir málfar og stafsetningu, þá eru það reyndir kennarar sem skoða hvort framsetning og kennslufræði séu við hæfi barna á þessu aldursstigi. Loks þarf myndlistarfólk til að myndskreyta eða teikna skýringarmyndir, nú eða ljósmyndara til að útvega nauðsynlegar myndir í efnið. Svo þarf auðvitað útlitshönnuð og umbrotsfólk áður en kemur að prentun eða birtingu á neti. Heldur finnst mér Illugi gera lítið úr öllu þessu starfi þegar hann talar um að kennarar geti sjálfir búið til námsgögn og selt þau til annarra skóla. Það hljómar eins og þeir geti setið við tölvuna sína og samið texta, náð sér í myndir, prentað út, heft saman og selt til hinna skólanna. Hann stingur upp á því að hugvit kennara sé virkjað í námsefnisgerð. Það er að sjálfsögðu gert og það í stórum stíl. Ég vona að Illugi haldi ekki að starfsfólk Námsgagnastofnunar sitji á skrifstofum sínum og semji námsefni. Svo er ekki. Nánast allir höfundar námsefnis hjá Námsgagnastofnun eru kennarar og þannig hefur það alltaf verið. Á hverju ári eru ráðnir yfir hundrað verktakar til að vinna að námsefnisgerð fyrir skyldunámið, þar á meðal eru tugir kennara. Illugi segir í grein sinni að ef skóli er ekki ánægður með það efni sem Námsgagnastofnun hefur á boðstólum eigi hann ekki annarra kosta völ en að taka af rekstrarfé til að kaupa annað námsefni. Í raun er það svo að hluta af fjárveitingu Námsgagnastofnunar er varið til kaupa á námsefni sem stofnunin gefur ekki út sjálf. Skólarnir hafa svokallaðan sérkvóta sem þeir geta ráðstafað til kaupa á efni sem þeir velja sjálfir að fá annars staðar frá. Það getur verið frá öðrum útgefendum, kennurum, skólum eða öðrum sem hafa námsefni í boði. Námsgagnastofnun veitir skólunum þá þjónustu að panta efnið, borga fyrir það og senda síðan endurgjaldslaust til skólanna. Þessi upphæð mætti vissulega vera hærri, en hún er ákveðið hlutfall af fjárveitingu stofnunarinnar og fylgir því hækkunum og lækkunum sem verða á fjárveitingum til námsefnisgerðar. Staðreyndin er þó sú að margir skólar fullnýta ekki þennan sérkvóta sinn og bendir það til þess að ekki hafi þeir allir þörf fyrir þetta aukna svigrúm. Þeir eru til sem eins og Illugi trúa því að hér á Íslandi gæti orðið samkeppni á námsefnismarkaði sem telur rúmlega fjögur þúsund nemendur í árgangi. Úrvalið yrði meira og samkeppnin myndi tryggja lágt verð á námsbókum. En hér eru miklu stærri svið, eins og t.d. matvælamarkaðurinn þar sem verð er mun hærra en í nágrannalöndunum og ekki er um neina raunverulega samkeppni að ræða. Af hverju halda menn þá að samkeppni sem tryggði lágt vöruverð og mikil gæði yrði á ofurlitlum námsefnismarkaði? Ég tek að lokum heilshugar undir það sjónarmið að ríkið þurfi að auka það fé sem rennur til námsefnis fyrir grunnskóla og að hækka þurfi laun kennara. Hvort tveggja er mikilvægur liður í því að bæta skólana svo þeir verði meðal þeirra bestu í heimi.Höfundur er forstjóri Námsgagnastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við grein Illuga Gunnarssonar Illugi Gunnarsson ritaði grein í Fréttablaðið sunnudaginn 17.9. þar sem hann fjallaði um grunnskólann og hvernig megi gera hann betri. Það er alltaf gleðiefni þegar einhver tekur sig til og skrifar um mikilvægi góðrar menntunar, bæði fyrir börnin og fyrir samfélagið í heild. Það er sérstaklega mikilvægt að einstaka sinnum heyrist raddir annarra en þeirra sem starfa innan skólakerfisins eða í nánum tengslum við það. Illugi fjallar m.a. um mikilvægi góðs námsefnis og það er sá þáttur í grein hans sem mig langar að bregðast við með nokkrum orðum. Hann segir mér til mikillar ánægju „námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs". Um það erum við vissulega sammála og því er að mínu mati afar mikilvægt að vandað sé til námsefnisútgáfu fyrir börn í skyldunámi. Námsefni þarf að gefa út hjá bókaforlagi sem vandar til verka og leggur metnað sinn í að efnið sé í samræmi við námskrár, málfar sé vandað og stafsetning rétt, efnið gefi réttar upplýsingar, sé fordómalaust, fallegt og áhugavekjandi. Það er langt ferli að breyta handriti að kennslubók í útgefið efni. Það þarf styrka ritstjórn þar sem séð er til þess að öll ofangreind atriði séu eins og best verður á kosið. Til þess að tryggja þetta eru fengnir sérfræðingar á viðkomandi sviði til að lesa yfir textann og sannreyna að allt sé þar satt og rétt. Síðan fara sérfræðingar í íslensku yfir málfar og stafsetningu, þá eru það reyndir kennarar sem skoða hvort framsetning og kennslufræði séu við hæfi barna á þessu aldursstigi. Loks þarf myndlistarfólk til að myndskreyta eða teikna skýringarmyndir, nú eða ljósmyndara til að útvega nauðsynlegar myndir í efnið. Svo þarf auðvitað útlitshönnuð og umbrotsfólk áður en kemur að prentun eða birtingu á neti. Heldur finnst mér Illugi gera lítið úr öllu þessu starfi þegar hann talar um að kennarar geti sjálfir búið til námsgögn og selt þau til annarra skóla. Það hljómar eins og þeir geti setið við tölvuna sína og samið texta, náð sér í myndir, prentað út, heft saman og selt til hinna skólanna. Hann stingur upp á því að hugvit kennara sé virkjað í námsefnisgerð. Það er að sjálfsögðu gert og það í stórum stíl. Ég vona að Illugi haldi ekki að starfsfólk Námsgagnastofnunar sitji á skrifstofum sínum og semji námsefni. Svo er ekki. Nánast allir höfundar námsefnis hjá Námsgagnastofnun eru kennarar og þannig hefur það alltaf verið. Á hverju ári eru ráðnir yfir hundrað verktakar til að vinna að námsefnisgerð fyrir skyldunámið, þar á meðal eru tugir kennara. Illugi segir í grein sinni að ef skóli er ekki ánægður með það efni sem Námsgagnastofnun hefur á boðstólum eigi hann ekki annarra kosta völ en að taka af rekstrarfé til að kaupa annað námsefni. Í raun er það svo að hluta af fjárveitingu Námsgagnastofnunar er varið til kaupa á námsefni sem stofnunin gefur ekki út sjálf. Skólarnir hafa svokallaðan sérkvóta sem þeir geta ráðstafað til kaupa á efni sem þeir velja sjálfir að fá annars staðar frá. Það getur verið frá öðrum útgefendum, kennurum, skólum eða öðrum sem hafa námsefni í boði. Námsgagnastofnun veitir skólunum þá þjónustu að panta efnið, borga fyrir það og senda síðan endurgjaldslaust til skólanna. Þessi upphæð mætti vissulega vera hærri, en hún er ákveðið hlutfall af fjárveitingu stofnunarinnar og fylgir því hækkunum og lækkunum sem verða á fjárveitingum til námsefnisgerðar. Staðreyndin er þó sú að margir skólar fullnýta ekki þennan sérkvóta sinn og bendir það til þess að ekki hafi þeir allir þörf fyrir þetta aukna svigrúm. Þeir eru til sem eins og Illugi trúa því að hér á Íslandi gæti orðið samkeppni á námsefnismarkaði sem telur rúmlega fjögur þúsund nemendur í árgangi. Úrvalið yrði meira og samkeppnin myndi tryggja lágt verð á námsbókum. En hér eru miklu stærri svið, eins og t.d. matvælamarkaðurinn þar sem verð er mun hærra en í nágrannalöndunum og ekki er um neina raunverulega samkeppni að ræða. Af hverju halda menn þá að samkeppni sem tryggði lágt vöruverð og mikil gæði yrði á ofurlitlum námsefnismarkaði? Ég tek að lokum heilshugar undir það sjónarmið að ríkið þurfi að auka það fé sem rennur til námsefnis fyrir grunnskóla og að hækka þurfi laun kennara. Hvort tveggja er mikilvægur liður í því að bæta skólana svo þeir verði meðal þeirra bestu í heimi.Höfundur er forstjóri Námsgagnastofnunar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar