Á móti, til þess að vera á móti? 21. september 2006 06:00 Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun