Heimsóknarbann: Austurríska leiðin 6. september 2006 06:00 Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun