Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslenska ríkið veiti tíu milljónum króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon og sex milljónum til Sameinuðu þjóðanna.
Þá verður fjórum milljónum veitt til Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands og skiptist sú upphæð jafnt á milli samtakanna. Er þeim fjármunum ætlað að efla starf þessara samtaka á átakasvæðunum í Líbanon. -