Unglingum séu sett mörk 26. júlí 2006 07:30 sýna stuðning Frá vinstri eru þau Díana Ósk, Signý og Þorlákur sem öll hafa leitað stuðnings til Foreldrahúss. Þau hvetja foreldra til að gefa börnum og unglingum skýr skilaboð. MYND/Stefán Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“ Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“
Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira