Fleiri banaslys í dreifbýli 25. júlí 2006 06:30 Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson. Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson.
Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira