Segir forsvarsmenn Neyðarlínu rjúfa sátt 25. júlí 2006 06:45 Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri og forsvarsmenn Neyðarlínunnar kærðu bráðabirgðaákvörðun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, til þess að koma sjónarmiðum sínum, varðandi áhrif ákvörðunarinnar á öryggi almennings, á framfæri. MYND/Stefán Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, segir forsvarsmenn Neyðarlínunnar hafa rofið samkomulag sem gert var við Atlassíma 25. nóvember á síðasta ári, með því að kæra bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Ákvörðunin skyldaði Símann hf. til þess að samþykkja að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Yfirlýsing tiltekur bæði almenna símaþjónustu með netsímatækni og flökkuþjónustu með netsímatækni. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram, að Neyðarlínan fallist á tilhögun sem við höfum farið eftir, og munum fara eftir, í einu og öllu. Þess vegna finnst mér kæran brjóta gegn þessu samkomulagi, segir Róbert. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, neitar því að samkomulag hafi verið rofið með kærunni. Aðeins hefði vakað fyrir talsmönnum lögreglu og Neyðarlínu að vekja athygli á því að nauðsynlegt væri að setja skýrar reglur er varða staðsetningu símtala í netþjónustu, til þess að öryggi almennings væri sem best tryggt. Fyrst og fremst, snýr okkar aðkoma að þessu máli að því að við teljum nauðsynlegt að almennar reglur verði í hávegum hafðar, sem hægt er að styðjast við til framtíðar. Í yfirlýsingunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, ná Atlassími og Neyðarlínan samkomulagi um að Atlassími sendi rafrænt skráningarupplýsingar einu sinni á sólarhring sem innihalda hefðbundnar upplýsingar um rétthafa númers. Auk þess sem svokölluð flökkunúmer, sem tilheyra þjónustu þar sem notendur geta nýtt sér netsíma þar sem þeir komast í internetsamband, væru sérstaklega merkt þannig að Neyðarlínan gæti áttað sig á hver þau væru, eins og segir orðrétt í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það yrði á ábyrgð Neyðarlínunnar að skrá númer viðskiptavina Atlassíma sem flökkunúmer við símsvörun. Þórhallur skrifar undir yfirlýsinguna, en í lok hennar er sérstaklega tekið fram að ofanlýst högun teljist fullnægjandi skráning að mati Neyðarlínunnar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu 21. júlí vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar frá vegna aðildarskorts, en að mati kærenda í málinu snertir bráðabirgðaákvörðunin lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, segir forsvarsmenn Neyðarlínunnar hafa rofið samkomulag sem gert var við Atlassíma 25. nóvember á síðasta ári, með því að kæra bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Ákvörðunin skyldaði Símann hf. til þess að samþykkja að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Yfirlýsing tiltekur bæði almenna símaþjónustu með netsímatækni og flökkuþjónustu með netsímatækni. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram, að Neyðarlínan fallist á tilhögun sem við höfum farið eftir, og munum fara eftir, í einu og öllu. Þess vegna finnst mér kæran brjóta gegn þessu samkomulagi, segir Róbert. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, neitar því að samkomulag hafi verið rofið með kærunni. Aðeins hefði vakað fyrir talsmönnum lögreglu og Neyðarlínu að vekja athygli á því að nauðsynlegt væri að setja skýrar reglur er varða staðsetningu símtala í netþjónustu, til þess að öryggi almennings væri sem best tryggt. Fyrst og fremst, snýr okkar aðkoma að þessu máli að því að við teljum nauðsynlegt að almennar reglur verði í hávegum hafðar, sem hægt er að styðjast við til framtíðar. Í yfirlýsingunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, ná Atlassími og Neyðarlínan samkomulagi um að Atlassími sendi rafrænt skráningarupplýsingar einu sinni á sólarhring sem innihalda hefðbundnar upplýsingar um rétthafa númers. Auk þess sem svokölluð flökkunúmer, sem tilheyra þjónustu þar sem notendur geta nýtt sér netsíma þar sem þeir komast í internetsamband, væru sérstaklega merkt þannig að Neyðarlínan gæti áttað sig á hver þau væru, eins og segir orðrétt í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það yrði á ábyrgð Neyðarlínunnar að skrá númer viðskiptavina Atlassíma sem flökkunúmer við símsvörun. Þórhallur skrifar undir yfirlýsinguna, en í lok hennar er sérstaklega tekið fram að ofanlýst högun teljist fullnægjandi skráning að mati Neyðarlínunnar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu 21. júlí vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar frá vegna aðildarskorts, en að mati kærenda í málinu snertir bráðabirgðaákvörðunin lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira