Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu að heimila kaup Símans hf. á Radíómiðun.
Fréttablaðið greindi frá því í gær að fallist hefði verið á kaup Símans á fyrirtækinu, en það starfar á fjarskiptamarkaði. Í úrskurði
Samkeppniseftirlitsins kom fram að fallist væri á kaup Símans hf. á hluta af rekstri Radíómiðunar-Ísmar ehf. „Ákvörðunin laut að kaupum Símans hf. á tilteknum hluta Radíomiðlunar-Ísmar ehf., en það er rétt að árétta það að Ísmar er sjálfstætt starfandi fyrirtæki,” segir Páll Gunnar.