Landsmenn bítast um laus sæti í sólina 15. júlí 2006 03:30 Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða "Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. MYND/Valgarður Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira