Greitt fyrir starfsþjálfun 14. júlí 2006 06:30 Emil B. Karlsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms, segir einn merkilegasta þáttinn í skýrslunni fjalla um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms. Hann telur of lítið hafa farið fyrir þessum þætti í umfjöllun um málið síðustu daga. Emil er verkefnisstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu og sat fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins í nefndinni. „Mestur krafturinn fór í umræður um að koma upp kerfi sem stuðlaði að því að hvetja atvinnulífið til að stjórna þessu starfsnámi og móta það. Ég held að okkur hafi tekist í þessari nefnd að búa til slíkt kerfi en umfjöllunin í fjölmiðlum hefur meira miðast að skólakerfinu,“ segir Emil. Hann segir núverandi námskrár fyrir starfsnám svo þunglamalegar að það taki jafnvel nokkur ár að fá þær samþykktar því þær hafi reglugerðarígildi. „Þegar þær koma út þá eru þarfir atvinnulífsins kannski orðnar allt öðruvísi. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að fulltrúar frá atvinnulífinu verði alltaf með puttana á því að móta námskrár eftir þörfum atvinnulífsins.“ Þetta segir Emil verða gert í gegnum svokölluð starfsgreinaráð. „Þessi starfsgreinaráð eru til núna en það var ákveðið að endurskipuleggja þau. Þeim verði fækkað, þau fái fastara form, þjónustu frá menntayfirvöldum og aukin fjárframlög.“ Önnur nýjung sem Emil bendir á að komi fram í tillögunum er það að greitt verði fyrir vinnustaðanám og -þjálfun. „Núna er það þannig að vinnustaðir sem taka nemendur í þjálfun greiða sjálfir kostnað af því. Við leggjum til að vinnustaðaþjálfunin muni fara fram samkvæmt ákveðnum gæðaviðmiðum og að þá verði líka greitt fyrir hana,“ segir Emil. Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Emil B. Karlsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms, segir einn merkilegasta þáttinn í skýrslunni fjalla um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms. Hann telur of lítið hafa farið fyrir þessum þætti í umfjöllun um málið síðustu daga. Emil er verkefnisstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu og sat fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins í nefndinni. „Mestur krafturinn fór í umræður um að koma upp kerfi sem stuðlaði að því að hvetja atvinnulífið til að stjórna þessu starfsnámi og móta það. Ég held að okkur hafi tekist í þessari nefnd að búa til slíkt kerfi en umfjöllunin í fjölmiðlum hefur meira miðast að skólakerfinu,“ segir Emil. Hann segir núverandi námskrár fyrir starfsnám svo þunglamalegar að það taki jafnvel nokkur ár að fá þær samþykktar því þær hafi reglugerðarígildi. „Þegar þær koma út þá eru þarfir atvinnulífsins kannski orðnar allt öðruvísi. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að fulltrúar frá atvinnulífinu verði alltaf með puttana á því að móta námskrár eftir þörfum atvinnulífsins.“ Þetta segir Emil verða gert í gegnum svokölluð starfsgreinaráð. „Þessi starfsgreinaráð eru til núna en það var ákveðið að endurskipuleggja þau. Þeim verði fækkað, þau fái fastara form, þjónustu frá menntayfirvöldum og aukin fjárframlög.“ Önnur nýjung sem Emil bendir á að komi fram í tillögunum er það að greitt verði fyrir vinnustaðanám og -þjálfun. „Núna er það þannig að vinnustaðir sem taka nemendur í þjálfun greiða sjálfir kostnað af því. Við leggjum til að vinnustaðaþjálfunin muni fara fram samkvæmt ákveðnum gæðaviðmiðum og að þá verði líka greitt fyrir hana,“ segir Emil.
Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira