Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni 14. júlí 2006 07:15 Guðni Ágústsson Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann. Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, hefur áhyggjur af þróun gengismála og telur að Seðlabankinn þurfi að selja dollara til að halda gengisvísitölunni í 125 til 130 stigum. Hann segir að það sé til umræðu hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja peningana alla í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Það myndi styrkja Seðlabankann verulega og gera honum kleift að hafa leiðsögn um það að missa ekki gengið of neðarlega, segir Einar Oddur. Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við þessa umræðu. Hann segir að það sé sjálfstætt mál í tengslum við fjárlagagerðina hvort eitthvað verði hróflað við ráðstöfun Símapeninganna. Það hefur ekki verið tekin nein slík ákvörðun, segir hann. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. eiga 3,9 milljarðar að fara í ýmsar framkvæmdir á næsta ári. Stærsti hlutinn fer í lagningu Sundabrautar og breikkun Reykjanesbrautar. Ef hugmyndin er sú að fresta því sem ákveðið var um ráðstöfun Símapeninganna árið 2007 þá kallar það á sjálfstæða ákvörðun og hún er ekki tímabær núna. Það getur vel verið að staðan verði sú að það verði frekar bætt við framkvæmdum en dregið úr á næsta ári þótt við séum að draga úr núna. Þetta er fljótt að breytast, segir Geir. Hvorki Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, né Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra taka vel í þá hugmynd að breyta ráðstöfun Símapeninganna. Þegar ríkisstjórnin ákvað sínar aðgerðir var ákveðið að láta það duga að sinni sem telja mætti nægilegt og nauðsynlegt núna. Það var sérstaklega tekið fram að við þyrftum að sjá hvernig framvindan verður, þannig að þessi mál hafa ekki verið á dagskrá. Hinsvegar vitum við að fólk úti í þjóðfélaginu er að spá og spekúlera en það er ekki á verksviði ríkisstjórnarinnar, segir Jón. Hann telur hættur geta verið fólgnar í því að auka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Vitund um sterkan sjóð geti slævt varúð manna í fjármálakerfinu. Þeir telji sig eiga stuðning vísan þó að þeir hafi alls ekki gengið rækilega frá sínum málum, segir hann.
Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira