Íslandsmeistarabragur á Keflavík 31. mars 2006 10:05 Það var lítið gefið eftir í gær Fréttablaðið/Stefán Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sjá meira
Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sjá meira