Staða Seðlabankans erfið 15. mars 2006 01:13 Sérfræðingar búast við aukinni verðbólgu þegar líður á vorið. Veiking krónunnar þrýstir á um verðhækkanir auk þess sem inn koma af fullum þunga áhrif verðhækkana á olíu sem hátt gengi krónunnar hefur dregið úr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka, segir líklegt að veiking krónunnar gangi eitthvað til baka næstu daga, en býst við 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans í lok mars. Slík hækkun væri í samræmi við stefnu bankans um smærri skref, auk þess sem nokkur hluti verðbólgunnar skýrist af þáttum sem bankinn sé ekki skyldugur að bregðast við svo sem hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu. Ásgeir sér engu að síður fyrir sér að verðbólga aukist með vorinu, nálgist jafnvel sex prósent. Hann segir að á móti gengislækkuninni vegi að fasteignamarkaður sé tekinn að hægja á sér. "Þá hefur gengið áhrif á svo margt í svona litlu og opnu hagkerfi. Einkaneysla er til dæmis gríðarlega næm fyrir gengishreyfingum. Fólk eyðir miklu meira þegar gengið hækkar og dregur verulega úr neyslu þegar það lækkar. Árið 2000 var til dæmis 10 prósenta viðskiptahalli af því gengið var hátt, en svo lækkaði gengið og viðskiptahallinn hvarf á einu til tveimur árum." Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að Seðlabankinn sé í erfiðri stöðu. Um leið segist hann telja að mikil lækkun krónunnar sé að einhverju leyti yfirskot sem ganga muni eitthvað til baka. "En þær væntingar grundvallast náttúrlega á þeim viðbrögðum sem maður sér hjá Seðlabankanum um að hann muni hækka stýrivexti sína um einhverja 50 punkta í lok þessa mánaðar samhliða útgáfu Peningamála og komi þá með nokkuð harða yfirlýsingu um að hann standi við verðbólgumarkmið sitt." Ingólfur segir um leið að þær aðgerðir muni tæpast nægja til að styrkja krónuna mjög og ljóst að verðbólguhorfur séu ekki góðar. "Hún mun fara vaxandi á næstunni og gæti orðið nálægt sex prósentum í vor." Hann segir lækkun gengisins koma nokkuð snemma á hagvaxtartímabilinu og of snemma fyrir Seðlabankann svo muni um það bil ári. "Bankinn hefði viljað sjá þetta á sama tíma og vinnumarkaðurinn og hagkerfið í heild væri farið að kólna talsvert. Þá vinna aðrir hlutir í vísitölunni á móti verðbólguáhrifum gengislækkunarinnar." Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að hröð lækkun á gengi krónunnar sé óheppileg út frá verðbólgumarkmiði bankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er 30. mars og um leið útgáfudagur Peningamála, ársfjórðungsrits bankans. Uppi hafa verið vangaveltur um hvort bankinn muni hleypa í gegn verðbólgu en Arnór segir slíkt af og frá. "Það er stefna sem við höfum margvarað við í Peningamálum og ég reikna ekki með neinni breytingu í því. Að okkar mati er ekkert til sem heitir að hleypa verðbólgu í gegn. Þegar hún er komin inn í væntingar og launaþróun heldur hún áfram og fóðrar sig sjálf þar til gripið er í taumana. Það myndi ýta enn frekar undir gengislækkun ef einhver slík stefnubreyting yrði hjá Seðlabankanum." Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Sérfræðingar búast við aukinni verðbólgu þegar líður á vorið. Veiking krónunnar þrýstir á um verðhækkanir auk þess sem inn koma af fullum þunga áhrif verðhækkana á olíu sem hátt gengi krónunnar hefur dregið úr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka, segir líklegt að veiking krónunnar gangi eitthvað til baka næstu daga, en býst við 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans í lok mars. Slík hækkun væri í samræmi við stefnu bankans um smærri skref, auk þess sem nokkur hluti verðbólgunnar skýrist af þáttum sem bankinn sé ekki skyldugur að bregðast við svo sem hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu. Ásgeir sér engu að síður fyrir sér að verðbólga aukist með vorinu, nálgist jafnvel sex prósent. Hann segir að á móti gengislækkuninni vegi að fasteignamarkaður sé tekinn að hægja á sér. "Þá hefur gengið áhrif á svo margt í svona litlu og opnu hagkerfi. Einkaneysla er til dæmis gríðarlega næm fyrir gengishreyfingum. Fólk eyðir miklu meira þegar gengið hækkar og dregur verulega úr neyslu þegar það lækkar. Árið 2000 var til dæmis 10 prósenta viðskiptahalli af því gengið var hátt, en svo lækkaði gengið og viðskiptahallinn hvarf á einu til tveimur árum." Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að Seðlabankinn sé í erfiðri stöðu. Um leið segist hann telja að mikil lækkun krónunnar sé að einhverju leyti yfirskot sem ganga muni eitthvað til baka. "En þær væntingar grundvallast náttúrlega á þeim viðbrögðum sem maður sér hjá Seðlabankanum um að hann muni hækka stýrivexti sína um einhverja 50 punkta í lok þessa mánaðar samhliða útgáfu Peningamála og komi þá með nokkuð harða yfirlýsingu um að hann standi við verðbólgumarkmið sitt." Ingólfur segir um leið að þær aðgerðir muni tæpast nægja til að styrkja krónuna mjög og ljóst að verðbólguhorfur séu ekki góðar. "Hún mun fara vaxandi á næstunni og gæti orðið nálægt sex prósentum í vor." Hann segir lækkun gengisins koma nokkuð snemma á hagvaxtartímabilinu og of snemma fyrir Seðlabankann svo muni um það bil ári. "Bankinn hefði viljað sjá þetta á sama tíma og vinnumarkaðurinn og hagkerfið í heild væri farið að kólna talsvert. Þá vinna aðrir hlutir í vísitölunni á móti verðbólguáhrifum gengislækkunarinnar." Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að hröð lækkun á gengi krónunnar sé óheppileg út frá verðbólgumarkmiði bankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er 30. mars og um leið útgáfudagur Peningamála, ársfjórðungsrits bankans. Uppi hafa verið vangaveltur um hvort bankinn muni hleypa í gegn verðbólgu en Arnór segir slíkt af og frá. "Það er stefna sem við höfum margvarað við í Peningamálum og ég reikna ekki með neinni breytingu í því. Að okkar mati er ekkert til sem heitir að hleypa verðbólgu í gegn. Þegar hún er komin inn í væntingar og launaþróun heldur hún áfram og fóðrar sig sjálf þar til gripið er í taumana. Það myndi ýta enn frekar undir gengislækkun ef einhver slík stefnubreyting yrði hjá Seðlabankanum."
Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira