Styðja þarf bankana í kynningu á aðstæðum hér 10. mars 2006 00:20 Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans segir litlu muna á dreifingu gjalddaga lána hjá íslenskum bönkum og erlendum. Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira