Gullgrafaraæði grípur um sig í FlyMe 25. janúar 2006 10:30 Íslendingar hópast inn í FlyMe. Mikill áhugi er meðal íslenskra fjárfesta á FlyMe sem hefur hækkað gríðarlega frá áramótum. Það rignir inn tilboðum frá einstaklingum, segir verðbréfamiðlari um sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe en íslenskir fjárfestar, smáir sem stórir, hafa streymt inn í félagið að undanförnu samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Hlutabréf í FlyMe, sem er að fimmtungshluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons, hafa hækkað hratt frá áramótum en þau eru skráð á Nya Marknaden í Stokkhólmi. Þannig hækkaði gengið um 100 prósent á mánudaginn og yfir helming í síðustu viku, meðal annars vegna væntinga um mikinn vöxt félagsins á þessu ári og viðsnúnings í rekstri. Ummæli norsks stjórnarmanns í FlyMe höfðu einnig mikil áhrif en hann sagði að bréfin gætu hækkað um 500 prósent á árinu. Gengishækkunin hefur laðað að fjárfesta sem ætla að verða ríkir á skömmum tíma og virðist vera mikill áhugi meðal fjárfesta að elta Pálma eftir Sterling-ævintýrið og fjárfestingar í Bretlandi. Pálmi og Jóhannes í Fons eru ekki einir um það að vekja hrifningu íslenskra fjárfesta. Íslendingar hafa gjarnan elt íslensk fyrirtæki í útrásinni, til dæmis Carnegie, easyJet, Finnair, Geest og Singer&Friedlander og auðvitað deCode. En miklar sveiflur á gengi FlyMe valda mörgum heilabrotum, ekki síst þar sem tveggja milljarða hlutafjárútboð fer brátt í hönd og virðist engin skilja upp né niður í því. Á mánudaginn lækkaði gengi FlyMe úr 37 sænskum aurum í tólf þegar lokað var fyrir kauprétt í útboðinu. Með réttu hefði gengið átt að lækka niður í sex aura og þess vegna tvöfaldaðist verðmæti félagsins á einum degi. Markaðsvirði FlyMe er um átta milljarðar króna. Hlutafjárútboðið verður með því fyrirkomulagi að hlutaféð verður aukið margfalt og gefst hluthöfum kostur á að kaupa tíu hluti fyrir hvern einn, eldri hlut, á genginu þrír aurar. Kaupréttur miðast við hlutafjáreign í dag en þeir sem hafa keypt undanfarna tvo daga fá ekki kauprétt þar sem að tvo virka viðskiptadaga tekur að uppfæra hluthafaskrána. Margir hafa því keypt köttinn í sekknum og sjá fram á að hlutur þeirra verði þynntur um 91 prósent að loknu útboði en þeir sem seldu undanfarna tvo daga virðast halda í kaupréttinn. Þar sem hlutabréf í FlyMe eru aurabréf (pennystock) geta orðið miklar sveiflur á genginu. Þegar bréf hækka úr 10 aurum í 15 aura hækka þau um helming. Eigendur FlyMe ætla að breyta verði bréfanna þegar útboðinu lýkur en þá verður farið í öfuga jöfnun þannig að 100 hlutir breytast í einn. Þar með fer markaðsgengi upp fyrir eina króna sænska og ætti að fara í tólf sænskar krónur ef gengi mánudagsins helst óbreytt. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Það rignir inn tilboðum frá einstaklingum, segir verðbréfamiðlari um sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe en íslenskir fjárfestar, smáir sem stórir, hafa streymt inn í félagið að undanförnu samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Hlutabréf í FlyMe, sem er að fimmtungshluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons, hafa hækkað hratt frá áramótum en þau eru skráð á Nya Marknaden í Stokkhólmi. Þannig hækkaði gengið um 100 prósent á mánudaginn og yfir helming í síðustu viku, meðal annars vegna væntinga um mikinn vöxt félagsins á þessu ári og viðsnúnings í rekstri. Ummæli norsks stjórnarmanns í FlyMe höfðu einnig mikil áhrif en hann sagði að bréfin gætu hækkað um 500 prósent á árinu. Gengishækkunin hefur laðað að fjárfesta sem ætla að verða ríkir á skömmum tíma og virðist vera mikill áhugi meðal fjárfesta að elta Pálma eftir Sterling-ævintýrið og fjárfestingar í Bretlandi. Pálmi og Jóhannes í Fons eru ekki einir um það að vekja hrifningu íslenskra fjárfesta. Íslendingar hafa gjarnan elt íslensk fyrirtæki í útrásinni, til dæmis Carnegie, easyJet, Finnair, Geest og Singer&Friedlander og auðvitað deCode. En miklar sveiflur á gengi FlyMe valda mörgum heilabrotum, ekki síst þar sem tveggja milljarða hlutafjárútboð fer brátt í hönd og virðist engin skilja upp né niður í því. Á mánudaginn lækkaði gengi FlyMe úr 37 sænskum aurum í tólf þegar lokað var fyrir kauprétt í útboðinu. Með réttu hefði gengið átt að lækka niður í sex aura og þess vegna tvöfaldaðist verðmæti félagsins á einum degi. Markaðsvirði FlyMe er um átta milljarðar króna. Hlutafjárútboðið verður með því fyrirkomulagi að hlutaféð verður aukið margfalt og gefst hluthöfum kostur á að kaupa tíu hluti fyrir hvern einn, eldri hlut, á genginu þrír aurar. Kaupréttur miðast við hlutafjáreign í dag en þeir sem hafa keypt undanfarna tvo daga fá ekki kauprétt þar sem að tvo virka viðskiptadaga tekur að uppfæra hluthafaskrána. Margir hafa því keypt köttinn í sekknum og sjá fram á að hlutur þeirra verði þynntur um 91 prósent að loknu útboði en þeir sem seldu undanfarna tvo daga virðast halda í kaupréttinn. Þar sem hlutabréf í FlyMe eru aurabréf (pennystock) geta orðið miklar sveiflur á genginu. Þegar bréf hækka úr 10 aurum í 15 aura hækka þau um helming. Eigendur FlyMe ætla að breyta verði bréfanna þegar útboðinu lýkur en þá verður farið í öfuga jöfnun þannig að 100 hlutir breytast í einn. Þar með fer markaðsgengi upp fyrir eina króna sænska og ætti að fara í tólf sænskar krónur ef gengi mánudagsins helst óbreytt.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira