Poom verður áfram hjá Arsenal

Markvörðurinn Mart Poom hefur framlengt lánssamning sinn við Arsenal út leiktíðina, en hann kom til félagsins sem lánsmaður í þrjá mánuði í sumar. Poom er 33ja ára gamall og er þriðji markvörður liðsins á eftir þeim Jens Lehmann og Manuel Almunia.