Bolton slapp fyrir horn

Bolton tryggði sér áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Sevilla frá Spáni á heimavelli sínum. Bæði lið fengu færi á að gera út um leikinn, en tap hefði þýtt að Bolton hefði setið eftir með sárt ennið. Buno N´Gotty skoraði mark heimamanna, en Adriano jafnaði leikinn skömmu síðar fyrir gestina, sem höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í 32-liða úrslitin.