
Sport
Ívar og félagar enn á toppnum

Reading, lið Ívars Ingimarssonar í ensku 1. deildinni, vann góðan sigur á Luton Town í dag 3-0 og hefur því fjögurra stiga forskot í deildinni. Ívar spilaði allan leikinn fyrir Reading. Þá skoraði Jóhannes Karl Guðjónsson mark úr vítaspyrnu fyrir Leicester sem tapaði fyrir Leeds 2-1.