Allir pólsku verkamennirnir sem komu til starfa á Akranesi og í nágrenni á vegum starfsmannaleigunnar 2B eru komnir með atvinnuleyfi og ráðningarsamning við þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá.
Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness. Þar segir jafnframt að félagið skoði mál eins fyrirtækis til viðbótar við þau sem áður hafa verið gerðar athugasemdir við starfsemina hjá.