Við spiluðum eins og kerlingar 16. nóvember 2005 17:45 Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna. Þykir ekki sérstaklega orðheppinn. NordicPhotos/GettyImages Age Hareide, þjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, en síðari leikurinn fer fram í Tékklandi nú í kvöld. Hareide sagði að sínir menn hefðu spilað eins og kerlingar, en það fór fyrir brjóstið á nokkrum löndum hans. Norðmenn töpuðu leiknum 1-0 í Osló og eiga því erfitt verkefni fyrir höndum ef þeir ætla sér að komast á HM. Hareide sagði eftir leikinn að liðið hefði spilað eins og kerlingar á háum hælum í leiknum. "Við vorum eins og konur í leiknum. Háir hælar og fótboltaskór - við tipluðum um á háum hælum," sagði Hareide. Þessi ummæli þóttu ekki sérstaklega vel við hæfi í ljósi þess að kvennalandslið Norðmanna hefur verið að gera fína hluti á knattspyrnuvellinum undanfarin ár og vann meðal annars gull á Ólympíuleikunum í Sidney og varð í öðru sæti á Evrópumótinu í ár. Solveig Gudbrandsen, leikmaður norska kvennalandsliðsins, sagði að ummælin væru ósanngjörn og bæru vott um karlrembu. "Mér finnst þetta nú ekki atvinnumannsbragur á þessum ummælum og mér finnast skoðanir hans á konum nokkuð skelfilegar. Hann hefði kannski átt að sjá hvernig við spiluðum á EM í ár, ég veit ekki hvort hann hefði kallað það að tipla á tánum," sagði Solveig. Það á svo væntanlega eftir að koma í ljós í kvöld hvort norska liðið tiplar um á háum hælum, eða hvort það bítur í skjaldarrendur kemst á HM. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
Age Hareide, þjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, en síðari leikurinn fer fram í Tékklandi nú í kvöld. Hareide sagði að sínir menn hefðu spilað eins og kerlingar, en það fór fyrir brjóstið á nokkrum löndum hans. Norðmenn töpuðu leiknum 1-0 í Osló og eiga því erfitt verkefni fyrir höndum ef þeir ætla sér að komast á HM. Hareide sagði eftir leikinn að liðið hefði spilað eins og kerlingar á háum hælum í leiknum. "Við vorum eins og konur í leiknum. Háir hælar og fótboltaskór - við tipluðum um á háum hælum," sagði Hareide. Þessi ummæli þóttu ekki sérstaklega vel við hæfi í ljósi þess að kvennalandslið Norðmanna hefur verið að gera fína hluti á knattspyrnuvellinum undanfarin ár og vann meðal annars gull á Ólympíuleikunum í Sidney og varð í öðru sæti á Evrópumótinu í ár. Solveig Gudbrandsen, leikmaður norska kvennalandsliðsins, sagði að ummælin væru ósanngjörn og bæru vott um karlrembu. "Mér finnst þetta nú ekki atvinnumannsbragur á þessum ummælum og mér finnast skoðanir hans á konum nokkuð skelfilegar. Hann hefði kannski átt að sjá hvernig við spiluðum á EM í ár, ég veit ekki hvort hann hefði kallað það að tipla á tánum," sagði Solveig. Það á svo væntanlega eftir að koma í ljós í kvöld hvort norska liðið tiplar um á háum hælum, eða hvort það bítur í skjaldarrendur kemst á HM.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira