Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum 13. nóvember 2005 09:00 Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira
Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira