Búningsherbergi Man Utd hlerað 12. nóvember 2005 14:05 MYND/The Sun. Spólurnar sem bárust til blaðsins. Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira