Lögin ná yfir öll hugverk 10. nóvember 2005 19:50 Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Sjá meira
Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Sjá meira