Lögin ná yfir öll hugverk 10. nóvember 2005 19:50 Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira