Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hjá Liverpool segist nú vera ánægður í herbúðum liðsins og segist vilja klára samning sinn hjá félaginu. Cissé var mjög ósáttur með að vera ekki í byrjunarliði Liverpool í upphafi leiktíðar, en er nú orðinn markahæstur í liðinu og virðist hafa skipt um skoðun.
"Samningur minn er til fimm ára í viðbót og mér væri sama þó hann væri lengri. Ég hef metnað til að vinna meistaratitil hér og ég ætla að leggja mig allan fram," sagði Cissé.