San Antonio þurfti framlengingu í Chicago 8. nóvember 2005 12:30 Tim Duncan var að venju góður í liði San Antonio, skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira