San Antonio þurfti framlengingu í Chicago 8. nóvember 2005 12:30 Tim Duncan var að venju góður í liði San Antonio, skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira