Vinda verður ofan af íbúðalánaruglinu 3. nóvember 2005 07:00 Fyrirtækin hafa tapað á verðbólgunni en kaupmáttur almennings aukist, því væri nær að fyrirtækin segðu upp kjarasamningum en launþegar segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. MYND/Teitur Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira