Sport

Real Madrid á toppinn

Robinho fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Robinho fagnar marki sínu í gærkvöldi. MYND/Getty

Vængbrotið lið Real Madrid vann mikilvægan útisigur á Real Betis 0-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Robinho og Alvaro Mejia skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá Madrid í leiknum eins og Ronaldo, Zidane og David Beckham. Madrid komst á toppinn á markatölu með sigrinum liðið er með 18 stig líkt og Osasuna sem leikur í dag.

Neðsta liðið í deildinni Athletic Bilbao gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Celta de Vigo. Celta er með 17 stig í fjórða sæti en tíundu leikviku á Spáni lýkur í kvöld. Barcelona tekur á móti Real Sociedad klukkan 18 og verður leikurinn beint á Sýn.

Leikir dagsins í dag í La Liga eru eftirfarandi;

Deportivo Alaves - Cadiz

Deportivo La Coruna - Getafe

Mallorca - Sevilla

Osasuna - Espanyol

Valencia - Racing Santander

Zaragoza - Malaga

Barcelona - Real Sociedad

Atletico Madrid - Villarreal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×