Loksins sigur hjá Notts County

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar vann loks sigur í ensku 3. deildinni í fótbolta í dag þegar liðið sigraði Bury, 2-3 á útivelli. Glynn Hurst skoraði þrennu fyrir County sem hafði ekki fagnað sigri síðan 29. ágúst eða slétta tvo mánuði. Með sigrinum lyftu strákarnir hans Guðjóns sér upp í 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 22 stig, aðeins 9 stigum á eftir toppliði Leyton Orient sem vann Oxford 1-0 í dag.