Yfirmaður skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, sem er í efsta sæti deildarinnar, hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að ráða Sir Bobby Robson sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en sá gamli hafði áður látið í veðri vaka að hann hefði áhuga á starfinu.
"Hlutirnir eru fljótir að gerast í knattspyrnunni og ég get sagt að Bobby Robson er ofarlega á óskalista okkar, enda stjóri í hæsta gæðaflokki. Við verðum að finna mann sem getur unnið með eiganda sem hefur sterkar skoðanir og miðlað málum," sagði Phil Anderton, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hearts.