Sport

Pires var klaufi

Robert Pires kann að hafa skorað sigurmark Arsenal gegn Manchester City í dag, en hann fór engu að síður mjög illa að ráði sínu í tvígang í leiknum. Í byrjun leiks lagði Thierry Henry upp sannkallað dauðafæri fyrir hann, en Pires tókst á óskiljanlegan hátt að skjóta boltanum yfir markið. En þar með var ekki öll sagan sögð. Arsenal fékk dæmda aðra vítaspyrnu í leiknum, sem Pires tók einnig, en í það skiptið reyndi hann að endurtaka tilburði Johan Cruyff og Jesper Olsen frá því árið 1983, með því að leggja boltann fyrir Thierry Henry í stað þess að skjóta beint á markið. Það tókst ekki betur en það að hann klúðraði sendingunni og Arsenal fékk dæmda á sig aukaspyrnu í kjölfarið. Gaman verður að heyra um viðbrögð Arsene Wenger, knattspyrnustjóra liðsins eftir atvikið, því litlu mátti muna að Manchester City næði að stela stigi á lokamínútunum þegar Darius Vassel skoraði mark, sem var dæmt af vegna rangstöðu og þótti það mjög umdeildur dómur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×