Svikamylla í gervi leikjarpósts 17. október 2005 00:01 Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira