Stjórnarskráin líklega samþykkt 16. október 2005 00:01 Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira