Sport

Cisse setur sér markmið

Framherjinn Djibril Cissé hjá Liverpool hefur sett sér skýr markmið varðandi framtíð sína hjá félaginu og segir að nái hann ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum, muni hann róa á önnur mið á nýja árinu. Þetta segir hann að sé nauðsynleg ráðstöfun fyrir sig til að vinna sér sæti í franska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. Rafael Benitez hefur þegar gefið út að Cissé verði fyrst og fremst lykilmaður í hóp sínum, þar sem hann muni líklega mestmegnis notast við krafta framherjans sem varamanns. Þetta þykir Cissé ekki nógu heppileg tilhögun og því hótar hann enn að fara frá félaginu. "Ég verð að gera það sem er best fyrir ferlil minn og ef ég verð ekki farinn að spila reglulega í desember, er ég hræddur um að það þýði að ég verði að fara frá Liverpool," sagði Cissé. Þegar aðeins nokkrir mánuðir eru í heimsmeistaramótið, er ekki nóg að ég sé að spila einn af hverjum þremur leikjum. Það kann að hljóma eins og eigingirni, en þetta hefur ekkert með gengi liðsins að gera. Benitez hefur sínar hugmyndir um hlutina og ég efast um að hann fari eitthvað að ræða þær við mig," sagði Cissé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×