Sport

Þær þýsku nýttu færi sín

Þýsku Evrópumeistararnir í Potsdam sigrðu Valsstúlkur á Laugardalsvelli 8-1 í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Margrét Lára Viðarsdóttir átti stórleik í framlínu Vals. Valur var betra liðið í fyrri hálfleik en þrátt fyrir yfirburi sína var staðan 2-1 Potsdam í vil. Eyjastúlkan í liði Vals, Margrét Lára Viðarsdóttir fór illa með þýsku varnarmennina hvað eftir annað og var óheppin að skora ekki. Hún atti þó stóran þátt í marki Valsliðsins sem Guðný Ómarsdóttir gerði á 36. mínútu þegar hún jafnaði leikinn 1-1. Í seinni hálfleik kom síðan getumunurinn á liðunum í ljós. Þýsku stelpurnar eru í mun betra líkamlegu ásigkomulagi en þær íslensku og gerðu sex mörk í síðar hálfleik, þar af þrjú á fimm mínútna kafla. Margrét Lára var langbest í liði Vals og þá átti Ásta Árnadóttir góðan dag og voru þær einu leikmenn Vals sem höfðu í fullu tréi við þær þýsku þegar á leikinn leið. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Vals var nánast orðlaus eftir leikinn enda gáfu lokatölur leiksins ekki rétta mynd af leiknum að hennar mati.  "Vafaatriðin í þessum leik höfðu alveg ótrúlega mikið að segja. Þegar staðn er markalaus áttum við að fá víti og svo skömmu síðar gerði Laufey Ólafsdóttir fullkomlega löglegt mark sem var dæmt af. En úrslitin eru með ólíkindum bæði liðin fengu níu góð marktækifæri og þau gerðu mark úr átta þeirra en við bara eitt," sagði Elísabet. Seinni leikur liðanna fer fram í Potsdam sem er í úthverfi Berlínarborgar í austurhluta Þýskalands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×