Vodafone býður nú Mobile Connect 29. september 2005 00:01 Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi. Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi.
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira