Refsimál ekki höfðað 23. september 2005 00:01 Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira