Refsimál ekki höfðað 23. september 2005 00:01 Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira