Segist eiga inni sjö vikna hvíld 21. september 2005 00:01 Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira