Hver togaði í spotta? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. september 2005 00:01 Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar