Framtíðarleiðtoginn Geir Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 12. september 2005 00:01 Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun