Valdabarátta og togstreita 9. september 2005 00:01 Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira
Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira