Valdabarátta og togstreita 9. september 2005 00:01 Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira