Sama gjald fyrir alla 9. september 2005 00:01 Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun