Þungbúið yfir útgerðinni 31. ágúst 2005 00:01 Þau sjávarútvegsfélög sem birta uppgjör sín í Kauphöll Íslands búa við erfiðar aðstæður þessa dagana hvort sem er við veiðar eða vinnslu, enda hafa rekstrarskilyrði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú um stundir. Það sama gildir auðvitað um önnur útgerðarfyrirtæki; hátt olíuverð, launaskrið á almennum vinnumarkaði og sterkari króna gera þeim lífið leitt. Þá hafa veiðar á uppsjávarfiski gengið treglega, nær engar loðnuveiðar hafa verið í sumar og lítil veiði á kolmunna. Lækkandi framlegð HB Grandi, annað af tveimur útgerðarfélögum sem er skráð í Kauphöllina, skilaði 414 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi sem var nokkuð í takt við væntingar markaðsaðila. Velta félagsins hefur verið að aukast vegna hækkandi afurðaverðs á bolfiski og var 2,7 milljarðar á fjórðungnum. Það var töluvert hærri upphæð en spáð hafði verið. Á móti var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), tala sem mikið er horft til þegar meta á árangur sjávarútvegsfélaga, nokkru lægri en búist hafði verið við. EBITDA-hagnaður var 355 milljónir og framlegðarhlutfallið (EBITDA) um þrettán próesent af tekjum samanborið við sautján prósent á öðrum ársfjórðungi árið 2004. "Lægra EBITDA hlutfall ræðst af hærri olíukostnaði útgerðar, kostnaði við upphaf veiða Engeyjar og erfiðu rekstrarumhverfi landvinnslu vegna sterks gengis krónunnar. Þannig lækkaði meðalgengisvísitala krónunnar um 9,2% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil árið áður," segir í tilkynningu frá HB Granda. Engar loðnuveiðar í sumar Vinnslustöðin, hitt útgerðarfélagið sem er eftir á markaði, skilaði aðeins fjögurra milljóna króna hagnaði á öðrum fjórðungi en um 180 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. Framlegð var 217 milljónir á síðasta ársfjórðungi eða 17,3 prósent af tekjum. Stjórnendur félagsins kenna háu olíuverði, dræmri kolmunnaveiði og engri loðuveiði i sumar um að áætlanir félagsins, um einn milljarðs króna EBITDA-hagnað á árinu, verði ekki að veruleika. Vinnslustöðin ræður um tíu prósentum af loðnu- og síldarkvótanum á Íslandsmiðum og því mun lítil loðnuveiði hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að olíukostnaður hafi líklega hækkað um helming á einu ári. "Á öllum vígstöðum er kostnaður að aukast en tekjurnar að dragast saman. Aflaverðmæti hefur hækkað og vegur á það móti styrkingu krónunnar," segir hann. Berjast í bökkum Þetta leiðir hugann að stöðu landvinnslunnar á Íslandi. Rekstarumhverfið er afar erfitt um þessar mundir vegna hás gengis krónunnar og margir spyrja hvort hún sé að leggjast af á ýmsum svæðum. Samherji hefur tilkynnt um lokun landvinnslu á Stöðvarfirði í byrjun september og ætlar að sameina hana við landvinnsluna á Dalvík en einnig hefur samdráttur verið boðaður hjá fiskvinnslufyrirtækinu Bílddælingi á Bíldudal. "Við höfum orðið var við það sérstaklega síðustu mánuði þegar styrking krónunnar er orðin þetta langvinn og skilaverð fyrir afurðirnir ýmist stendur í stað í krónum eða hefur farið lækkandi, að fyrirtæki sem stóðu ekki beinlínis vel fyrir þessa þróun, eru farin að láta undan síga. Fyrirtæki, sem hafa kannski átt í erfiðleikum, gefa eftir og geta jafnvel farið í gjaldþrot. Stærri fyrirtæki hafa heldur dregið úr framleiðslunni og maður hefur orðið sérstaklega var við þetta í rækjuframleiðslunni," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Arnar segir jafnframt að stjórnendur fiskvinnslustöðva beri sig frekar illa – og sumir mjög illa – ekki síst þar sem tíma sterkrar krónur er orðið svo langt. Alls staðar samdráttur Hvarvetna hefur þróunin verið sú að stórum fiskvinnslustöðvum hefur fækkað jafnt og þétt. Í Noregi eru um níu stór frystihús en voru 56 árið 1998. Árið 1993 voru ellefu stórar stöðvar í Danmörku en nú eru þær aðeins tvær. Færeyingar hafa sameinað starfsemina og lagt sumar stöðvar niður. Á Íslandi hefur stóru fiskvinnslustöðvunum fækkað um fjórðung á undanförnum áratug og telur Arnar að fyrirtæki, í stærðargráðu sem eitthvað ber á, séu 70-100 talsins. Með tilkomu fiskmarkaða breyttist rekstrarumhverfi fiskvinnslustöðva. Stóru stöðvarnar hafa stækkað en miðlungs fiskvinnslustöðvar hefur fækkað verulega. Litlum og sérhæfðum fiskvinnslufyrirtækjum hefur hins vegar fjölgað. Arnar segir að þróunin hafi að mörgu leyti orðið sú sem menn spáðu. "Það má hins vegar ekki gleyma því að fyrirtæki hafa verið að ná góðum árangri í því umhverfi sem við búum við. Fyrirtækin hafa verið að ná niður hlutfallslegum launakostnaði með tækninýjungum og orðið vel ágengt. Sem betur fer voru menn snemma á ferðinni." Eggert Aðalsteinsson - eggert@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eggert Aðalsteinsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þau sjávarútvegsfélög sem birta uppgjör sín í Kauphöll Íslands búa við erfiðar aðstæður þessa dagana hvort sem er við veiðar eða vinnslu, enda hafa rekstrarskilyrði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú um stundir. Það sama gildir auðvitað um önnur útgerðarfyrirtæki; hátt olíuverð, launaskrið á almennum vinnumarkaði og sterkari króna gera þeim lífið leitt. Þá hafa veiðar á uppsjávarfiski gengið treglega, nær engar loðnuveiðar hafa verið í sumar og lítil veiði á kolmunna. Lækkandi framlegð HB Grandi, annað af tveimur útgerðarfélögum sem er skráð í Kauphöllina, skilaði 414 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi sem var nokkuð í takt við væntingar markaðsaðila. Velta félagsins hefur verið að aukast vegna hækkandi afurðaverðs á bolfiski og var 2,7 milljarðar á fjórðungnum. Það var töluvert hærri upphæð en spáð hafði verið. Á móti var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), tala sem mikið er horft til þegar meta á árangur sjávarútvegsfélaga, nokkru lægri en búist hafði verið við. EBITDA-hagnaður var 355 milljónir og framlegðarhlutfallið (EBITDA) um þrettán próesent af tekjum samanborið við sautján prósent á öðrum ársfjórðungi árið 2004. "Lægra EBITDA hlutfall ræðst af hærri olíukostnaði útgerðar, kostnaði við upphaf veiða Engeyjar og erfiðu rekstrarumhverfi landvinnslu vegna sterks gengis krónunnar. Þannig lækkaði meðalgengisvísitala krónunnar um 9,2% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil árið áður," segir í tilkynningu frá HB Granda. Engar loðnuveiðar í sumar Vinnslustöðin, hitt útgerðarfélagið sem er eftir á markaði, skilaði aðeins fjögurra milljóna króna hagnaði á öðrum fjórðungi en um 180 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. Framlegð var 217 milljónir á síðasta ársfjórðungi eða 17,3 prósent af tekjum. Stjórnendur félagsins kenna háu olíuverði, dræmri kolmunnaveiði og engri loðuveiði i sumar um að áætlanir félagsins, um einn milljarðs króna EBITDA-hagnað á árinu, verði ekki að veruleika. Vinnslustöðin ræður um tíu prósentum af loðnu- og síldarkvótanum á Íslandsmiðum og því mun lítil loðnuveiði hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að olíukostnaður hafi líklega hækkað um helming á einu ári. "Á öllum vígstöðum er kostnaður að aukast en tekjurnar að dragast saman. Aflaverðmæti hefur hækkað og vegur á það móti styrkingu krónunnar," segir hann. Berjast í bökkum Þetta leiðir hugann að stöðu landvinnslunnar á Íslandi. Rekstarumhverfið er afar erfitt um þessar mundir vegna hás gengis krónunnar og margir spyrja hvort hún sé að leggjast af á ýmsum svæðum. Samherji hefur tilkynnt um lokun landvinnslu á Stöðvarfirði í byrjun september og ætlar að sameina hana við landvinnsluna á Dalvík en einnig hefur samdráttur verið boðaður hjá fiskvinnslufyrirtækinu Bílddælingi á Bíldudal. "Við höfum orðið var við það sérstaklega síðustu mánuði þegar styrking krónunnar er orðin þetta langvinn og skilaverð fyrir afurðirnir ýmist stendur í stað í krónum eða hefur farið lækkandi, að fyrirtæki sem stóðu ekki beinlínis vel fyrir þessa þróun, eru farin að láta undan síga. Fyrirtæki, sem hafa kannski átt í erfiðleikum, gefa eftir og geta jafnvel farið í gjaldþrot. Stærri fyrirtæki hafa heldur dregið úr framleiðslunni og maður hefur orðið sérstaklega var við þetta í rækjuframleiðslunni," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Arnar segir jafnframt að stjórnendur fiskvinnslustöðva beri sig frekar illa – og sumir mjög illa – ekki síst þar sem tíma sterkrar krónur er orðið svo langt. Alls staðar samdráttur Hvarvetna hefur þróunin verið sú að stórum fiskvinnslustöðvum hefur fækkað jafnt og þétt. Í Noregi eru um níu stór frystihús en voru 56 árið 1998. Árið 1993 voru ellefu stórar stöðvar í Danmörku en nú eru þær aðeins tvær. Færeyingar hafa sameinað starfsemina og lagt sumar stöðvar niður. Á Íslandi hefur stóru fiskvinnslustöðvunum fækkað um fjórðung á undanförnum áratug og telur Arnar að fyrirtæki, í stærðargráðu sem eitthvað ber á, séu 70-100 talsins. Með tilkomu fiskmarkaða breyttist rekstrarumhverfi fiskvinnslustöðva. Stóru stöðvarnar hafa stækkað en miðlungs fiskvinnslustöðvar hefur fækkað verulega. Litlum og sérhæfðum fiskvinnslufyrirtækjum hefur hins vegar fjölgað. Arnar segir að þróunin hafi að mörgu leyti orðið sú sem menn spáðu. "Það má hins vegar ekki gleyma því að fyrirtæki hafa verið að ná góðum árangri í því umhverfi sem við búum við. Fyrirtækin hafa verið að ná niður hlutfallslegum launakostnaði með tækninýjungum og orðið vel ágengt. Sem betur fer voru menn snemma á ferðinni." Eggert Aðalsteinsson - eggert@frettabladid.is
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar