Hafi keypt flöskur í Póllandi 30. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira