Ofbeldisverkum í miðborg fækkar 25. ágúst 2005 00:01 Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira