Stunginn í bakið á róstusamri nótt 21. ágúst 2005 00:01 Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira