Öfugsnúinn sannleikur 17. ágúst 2005 00:01 Stundum þegar þrengir að mönnum þá gera þeir ýmislegt í fljótfærni og ógrundað.Það er óskiljanlegt að greinin okkar í Fréttablaðinu föstudaginn 29. júlí sl. "Er Garðasókn í gíslingu" skuli framkalla svona sterk viðbrögð eins og gerðist í grein Helga K. Hjálmssonar í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst sl. Það er miður að maður í hans stöðu sem gjaldkeri sóknarnefndar skuli misnota aðstöðu sína á þennan hátt með orðum sem erfitt er að taka til baka.Kom greinin okkar eitthvað illa við hluta sóknarnefndar, djákna og prest? Eða hafa menn slæma samvisku? Undrast einhvern þótt svo sé, miðað við hversu óvægin aðför þeirra hefur verið að sóknarprestinum? Djákninn Nanna Guðrún sá sig knúna til að mæta á heimili annarar okkar án þess að boða komu sína til að ræða skrif okkar í Fréttablaðið. Getur verið að fleiri sóknarbörn hafi fengið slíkar heimsóknir? Geta sóknarbörn átt von á því að fá svona heimsóknir í hvert sinn sem þau segja skoðun sína? Heimili okkar er ekki vettvangur þessarar deilu. Helgi fullyrðir í grein sinni "að allir sem að málinu komu, vildu sættir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt’". Af hverju er ekki svo? Helgi segir jafnframt að staðreynd málsins hafi verið að sóknarprestur hafi kært samstarfmenn sína og krafist þess að djákninn yrði rekinn en reyndin er sú að sóknarnefnd leitaði til biskups 23. maí 2004 eftir hinn svokallaða hesthúsafund og óskaði eftir að sóknarprestur yrði sagt upp störfum. Biskup svaraði bréfi sóknarnefndar 14. júlí 2004 þar sem hann segir m.a. "ekki eru þau skilyrði fyrir hendi sem réttlætt geta breytingu á starfi sóknarprestsins". Í beinu framhaldi af bréfi biskups voru aðilar innan sóknarnefndar að senda biskupi bréf gegn sóknarpresti. Því spyrjum við; Hvað er að þegar ekkert er að? Var ekki einhugur hjá hluta sóknarnefndar, djákna og presti? Ef svo var, af hverju skrifuðu þau biskupi bréf? Á fundi stuðningsmanna sóknarprestsins sem haldinn var 13. júlí sl. rakti lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson málið og sagði m.a. að sóknarpresturinn hafi alltaf viljað sættir, samanber svarbréf Daggar Pálsdóttur hrl. formann úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar 5. nóv. 2004 til sr. Hans Markúsar, þar sem hún segir m.a. "Tilefni bréfs þessa eru þau að í erindi yðar óskið þér sérstaklega eftir því að nefndin leiti sátta." Sóknarprestur er ekki að kæra neinn heldur að leita sátta. Á öllum stigum málsins hefur hann leitað eftir sáttum og síðast þegar málið var hjá áfrýjunarnefnd en gagnaðilar höfnuðu öllum sáttum þar. Það hafa aldrei verið lagðar fram sáttatillögur í máli þessu, hvorki frá hendi prófasts né biskupsstofu. Fjórmenningarnir, formaður, varaformaður, djákni og prestur höfnuðu svo alfarið sáttum hjá áfrýjunarnefnd. Hvar er viðsnúningurinn á sannleikanum? Það er líka með ólíkindum að lesa svo í grein Helga K. Hjálmssonar að allan tímann hafi þau þ.e. hluti sóknarnefndar, vitað að aðalsafnaðarfundurinn yrði ekki haldinn fyrr en eftir tilfærslu sóknarprestsins. Deilurnar í Garðasókn - Helena Guðmundsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir Er það ekki undarlegt að sóknarnefnd viti um tilfærslu sóknarprests þegar í mars sl. löngu fyrir úrskurð úrskurðarnefndar og líka fyrir úrskurð áfrýjunarnefndar? Getur verið að tengsl sóknarnefndar séu meiri við biskupsstofu þar sem Helgi, gjaldkeri sóknarnefndar er formaður leikmannaráðs þjóðkirkjunnar og varaformaður sóknarnefndar er í stjórn leikmannaskóla þjóðkirkjunnar? Var þá búið að ákveða niðurstöður málsins? Ef svo er til hvers voru þá nefndirnar? Einu gleymdi Helgi að svara, hvað með áminningarnar á fjórmenningana, af hverju fengu þau þær? Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur legði þau í einelti? NEI! Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur og ,,svokallaði stuðningsmenn sem eru á villigötum’’ héldu sókninni í gíslingu? NEI! Ef menn fá áminningu þá er það nokkuð ljóst að þau hafa brotið eitthvað af sér. Dapurt var hve hann talaði mikið niður til okkar og kallaði okkur "svokallaða stuðningsmenn". Kurteisi kostar ekki neitt! Eitt erum við þó sammála Helga með "þetta er allt ein sorgarsaga". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Stundum þegar þrengir að mönnum þá gera þeir ýmislegt í fljótfærni og ógrundað.Það er óskiljanlegt að greinin okkar í Fréttablaðinu föstudaginn 29. júlí sl. "Er Garðasókn í gíslingu" skuli framkalla svona sterk viðbrögð eins og gerðist í grein Helga K. Hjálmssonar í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst sl. Það er miður að maður í hans stöðu sem gjaldkeri sóknarnefndar skuli misnota aðstöðu sína á þennan hátt með orðum sem erfitt er að taka til baka.Kom greinin okkar eitthvað illa við hluta sóknarnefndar, djákna og prest? Eða hafa menn slæma samvisku? Undrast einhvern þótt svo sé, miðað við hversu óvægin aðför þeirra hefur verið að sóknarprestinum? Djákninn Nanna Guðrún sá sig knúna til að mæta á heimili annarar okkar án þess að boða komu sína til að ræða skrif okkar í Fréttablaðið. Getur verið að fleiri sóknarbörn hafi fengið slíkar heimsóknir? Geta sóknarbörn átt von á því að fá svona heimsóknir í hvert sinn sem þau segja skoðun sína? Heimili okkar er ekki vettvangur þessarar deilu. Helgi fullyrðir í grein sinni "að allir sem að málinu komu, vildu sættir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt’". Af hverju er ekki svo? Helgi segir jafnframt að staðreynd málsins hafi verið að sóknarprestur hafi kært samstarfmenn sína og krafist þess að djákninn yrði rekinn en reyndin er sú að sóknarnefnd leitaði til biskups 23. maí 2004 eftir hinn svokallaða hesthúsafund og óskaði eftir að sóknarprestur yrði sagt upp störfum. Biskup svaraði bréfi sóknarnefndar 14. júlí 2004 þar sem hann segir m.a. "ekki eru þau skilyrði fyrir hendi sem réttlætt geta breytingu á starfi sóknarprestsins". Í beinu framhaldi af bréfi biskups voru aðilar innan sóknarnefndar að senda biskupi bréf gegn sóknarpresti. Því spyrjum við; Hvað er að þegar ekkert er að? Var ekki einhugur hjá hluta sóknarnefndar, djákna og presti? Ef svo var, af hverju skrifuðu þau biskupi bréf? Á fundi stuðningsmanna sóknarprestsins sem haldinn var 13. júlí sl. rakti lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson málið og sagði m.a. að sóknarpresturinn hafi alltaf viljað sættir, samanber svarbréf Daggar Pálsdóttur hrl. formann úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar 5. nóv. 2004 til sr. Hans Markúsar, þar sem hún segir m.a. "Tilefni bréfs þessa eru þau að í erindi yðar óskið þér sérstaklega eftir því að nefndin leiti sátta." Sóknarprestur er ekki að kæra neinn heldur að leita sátta. Á öllum stigum málsins hefur hann leitað eftir sáttum og síðast þegar málið var hjá áfrýjunarnefnd en gagnaðilar höfnuðu öllum sáttum þar. Það hafa aldrei verið lagðar fram sáttatillögur í máli þessu, hvorki frá hendi prófasts né biskupsstofu. Fjórmenningarnir, formaður, varaformaður, djákni og prestur höfnuðu svo alfarið sáttum hjá áfrýjunarnefnd. Hvar er viðsnúningurinn á sannleikanum? Það er líka með ólíkindum að lesa svo í grein Helga K. Hjálmssonar að allan tímann hafi þau þ.e. hluti sóknarnefndar, vitað að aðalsafnaðarfundurinn yrði ekki haldinn fyrr en eftir tilfærslu sóknarprestsins. Deilurnar í Garðasókn - Helena Guðmundsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir Er það ekki undarlegt að sóknarnefnd viti um tilfærslu sóknarprests þegar í mars sl. löngu fyrir úrskurð úrskurðarnefndar og líka fyrir úrskurð áfrýjunarnefndar? Getur verið að tengsl sóknarnefndar séu meiri við biskupsstofu þar sem Helgi, gjaldkeri sóknarnefndar er formaður leikmannaráðs þjóðkirkjunnar og varaformaður sóknarnefndar er í stjórn leikmannaskóla þjóðkirkjunnar? Var þá búið að ákveða niðurstöður málsins? Ef svo er til hvers voru þá nefndirnar? Einu gleymdi Helgi að svara, hvað með áminningarnar á fjórmenningana, af hverju fengu þau þær? Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur legði þau í einelti? NEI! Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur og ,,svokallaði stuðningsmenn sem eru á villigötum’’ héldu sókninni í gíslingu? NEI! Ef menn fá áminningu þá er það nokkuð ljóst að þau hafa brotið eitthvað af sér. Dapurt var hve hann talaði mikið niður til okkar og kallaði okkur "svokallaða stuðningsmenn". Kurteisi kostar ekki neitt! Eitt erum við þó sammála Helga með "þetta er allt ein sorgarsaga".
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar